Ó fyrir aftan
Ó- endingin er rosalega fyndið fyrirbæri, gerir allt miklu krúttlegra. Á mínu heimili hefur hún helst verið notuð á götuheiti hjá afa og ömmu, s.s. afi í Brekkó og amma á Tómó. Margrét vinkona mín kallar grjónagraut alltaf grjónó. Sjálfum finnst mér skemmtilegast að nota þetta um hluti sem eru alls ekki krúttlegir; skattframtaló, tvöfalt manndrápó, alþingó, lifrarbilunó og svo framvegis. Hvað finnst ykkur?
3 Comments:
Lifrarbilun væri samt líklega frekar lifró. Sem er öllu þjálla. Skattframtal skattó, etc. Það þarf nefnilega alls ekki að sjást nákvæmlega hvert upprunalega orðið er - Tómó sem stytting á Tómasarhagi er til dæmis fjarri því að vera gegnsætt...
Mér þykir gott að segja blessó. Og bróðir minn er hrifinn af því að segja sjöttó fökkó (í stað shut the fuck up).
égó skilaró baró ekkertó íó þessó?!? eruðó þiðó aðó geraó grínó afó méró? *grátó grátó*
Post a Comment
<< Home