Ariel D. Járn delerar og fabúlerar

Monday, June 12, 2006

Ó fyrir aftan

Ó- endingin er rosalega fyndið fyrirbæri, gerir allt miklu krúttlegra. Á mínu heimili hefur hún helst verið notuð á götuheiti hjá afa og ömmu, s.s. afi í Brekkó og amma á Tómó. Margrét vinkona mín kallar grjónagraut alltaf grjónó. Sjálfum finnst mér skemmtilegast að nota þetta um hluti sem eru alls ekki krúttlegir; skattframtaló, tvöfalt manndrápó, alþingó, lifrarbilunó og svo framvegis. Hvað finnst ykkur?

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Lifrarbilun væri samt líklega frekar lifró. Sem er öllu þjálla. Skattframtal skattó, etc. Það þarf nefnilega alls ekki að sjást nákvæmlega hvert upprunalega orðið er - Tómó sem stytting á Tómasarhagi er til dæmis fjarri því að vera gegnsætt...

7:13 AM  
Blogger Una said...

Mér þykir gott að segja blessó. Og bróðir minn er hrifinn af því að segja sjöttó fökkó (í stað shut the fuck up).

10:34 AM  
Anonymous Anonymous said...

égó skilaró baró ekkertó íó þessó?!? eruðó þiðó aðó geraó grínó afó méró? *grátó grátó*

12:05 PM  

Post a Comment

<< Home