Ariel D. Járn delerar og fabúlerar

Friday, June 16, 2006

Bitið fast í rykið



Fór með pabba og Halldóri áðan á söngleikinn "We will rock you" sem spunninn er í kringum lög hljómsveitarinnar Queen. Er skemmst frá því að segja að hér er á ferðinni einhver sú allra versta hrákasmíð sem ég hef nokkru sinni séð.

Eins og tíðkast í svona uppfærslum er spunninn söguþráður sem leiðir til ákveðinna laga. Sögusvið söngleiks er margstolið og þreytt. Árið er tvöþúsúndþrjúhundruðogeitthvað og það er búið að banna rokktónlist (Fahrenheit 451). Stórt og sálarlaust fyrirtæki er rekið af hryllilegri konu sem kallast Mom (stolið beint úr Futurrama!) og fylgist fyrirtækið með hvað fólk er að gera og bælir niður sjálfstæða hugsun (1984) og svo búa uppreisnarmenn neðanjarðar (ótal, ÓTAL myndir og bækur) og beðið er eftir einhverskonar "leiðtoga."

Sá er ljóshærður vælukjói og með í för er leiðinlegasta stelpa í heimi sem á að vera einhverskonar grín sædkikk og gaf ég henni nafnið "comic burden." Upphefst svo leiðinleg og framvindulaus saga sem endar í anti-klímaxi, troðfull af vondu "karlar eru frá Mars, konur frá Venus"-gríni.

Lagavalið var misheppnað og mörg bestu lögin ekki spiluð. Við feðgar vorum viti okkar fjær af leiðindum allan tímann og sammála um að verri óður til góðrar hljómsveitar væri vandfundinn.

Ben Elton, sem eitt sinn hafði nafnbótina meistari í mínum húsum hefur verið lækkaður í tign og má núna bara kalla sig "the former genius formerly known as Ben Elton."

Svo er rokk bara ekkert jafn merkilegt og þetta fólk heldur. Ég meina, ég ELSKA rokk, en þetta er bara tónlistarstefna. Allur söngleikurinn gengur út á að rokk sé mótvægi við auðvaldið og valdasamteypur. Gott og vel.

En hvernig er þá hægt að útskýra stríðsglaða Bush-elskandi menn eins og Ted Nugent? Eða plötuútgáfuveldi Metallicu? Hvað með sjálfa Bítlanna sem í dag eru einungis til sem svakalegt lögfræðibatterí sem fer reglulega í mál við Apple Computers og græðir milljarða?

Eða þá hljómsveitina Queen+ sem samanstendur af Brian May, Roger Taylor og sessíon-hórum og er að fara á tónleikaferðalag?

Rokk er tónlist. Heilindi koma málinu ekkert við.

10 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Queen er ekki rokk, það er bara pussutónlist.

12:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hey, heyr! Ég þoli ekki þegar ætlast er til þess að maður lifi einhvern sérstakan lífstíl vegna þess að maður hlustar á eitthverja tónlist. Og ekki þoli ég það þegar rokk er sett upp sem einhvers konar báráttubatterí gegn auðvaldinu/alræði/trúarbrögðum/etc. Það er fólk en ekki tónlist sem gerir það. Sveiattann! Síðan finnst mér söngleikir vera hræðilegt fyrirbæri!!

3:02 PM  
Blogger Dr. Sverrir said...

Ég er sammála síðasta ræðumanni. Ég þoli ekki söngleiki. Og þetta hefur verið hræðileg uppfærsla. Ég hefði miklu frekar vilja sjá... tja... ummm.... jaaa... já bara Hatt og Fatt í Möguleikhúsinu við Hlemm!

7:37 AM  
Blogger Unknown said...

Ég er sammála þér, Ari. Brian May og Roger Taylor hafa gengið allt of langt í að lifa á fornri frægð. Það er allt í lagi að koma fram undir nafni Queen á einstaka góðgerðatónleikum en það er bara asnalegt að leggja af stað í tónleikaferðalag og fá einhvern "no-name" til að leysa Freddy Mercury af. Þeir ættu bara að hætta þessu og leyfa lögunum að lifa í upprunalegri mynd (sem þau gera reyndar enn).

4:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hvað er að því að nota klisjur sem eru skemmtilegar?!? Eins og t.d. nokkrir strákar stofna hljómsveit, þykja lúðalegir í byrjun en slá svo í gegn á dramatískan hátt! Ha??!? Allt nema svona psúdórokk sigrar hið illa. Jakk.

5:58 AM  
Anonymous Anonymous said...

Looking for information and found it at this great site... Amsterdam incorporation http://www.order-tenuate.info/Indiana-university-basketball-team-1989.html I robot running time iu basketball ticket Car cover discount seat cheap car dvd in dasd http://www.paris-hilton-pics.info/small-titties-dyke.html

12:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Where did you find it? Interesting read 4 x 10 area rug apple credit card Fitness equipment maryland Bottled gas cooking domestic pay bill accounting continuing education basketball honda civic parts honda cl Florida moving company moving company san antonio moving Weight study pill loss Phentermine+adipex+postal+delivery Pierre auguste luncheon of the boating party france diet bontril

4:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

Excellent post. I ωas chеcking constantly this blοg and I
am іmpressed! Very helpful information specifіcаlly the
last part :) I cаre for such іnformatіοn much.
I was seeking thiѕ ρarticular infοrmation
for a long time. Τhank you anԁ best of luck.


Μy page www.locateabuckettruck.com
Here is my blog post - locate a bucket truck

9:42 PM  
Anonymous Anonymous said...

Your methоd of describing all in this parаgгaрh iѕ actually nice, еverу οne can without ԁifficulty underѕtand it, Thanks а lot.


Неre is my homepаge; car insurance dallas

8:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

What's up colleagues, its wonderful piece of writing regarding tutoringand fully explained, keep it up all the time.

Feel free to surf to my weblog ... Www.Samstensunits.Com

5:21 AM  

Post a Comment

<< Home