Ariel D. Járn delerar og fabúlerar

Thursday, June 22, 2006

Hef það ennþá...

Skeggleysi var lengi vandamál hjá mér, á meðan Arnaldur vinur minn gat valsað inn í ÁTVR að vild 16 ára gamall átti ég ennþá erfitt með að komast á bannaðar kvikmyndir í Sam-bíóunum, en í seinni tíð hefur þetta verið að spretta hægt og rólega.

Fór hins vegar út í búð áðan að kaupa tvo flöskubjóra og var spurður um skilríki. Þetta er skemmtileg tímasetning þarsem ég hef ekki rakað mig í meira en viku og er því eins fúlskeggjaður og ég get orðið.

Afgreiðslumaðurinn rak upp stór augu þegar hann sá að ég væri fæddur 1981, sagði að ég liti í mesta lagi út fyrir að vera fæddur 1989!

Ég verð 25 ára í ár og spurningin er hvort maður eigi ekki bara að kætast, þetta sé vísbending um að maður muni eldast vel og verða það sem kallst "silfur-refur," eins og Georg Klúní og fleiri góðir menn?

10 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þú verður alltaf 17 ára í mínum huga... Krúttið mitt.

1:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

þú og sveinbjörn getið komið saman um fimmtugt og farið á skemmtistaði og sýnt stelpunum alskeggið sem þið voruð að enda við að ná að safna fyrsta sinn í lífinu og hömpað þær, ámeðan ég og naldó förum á skipperinn að húkka upp með krumpupíkum.

2:30 PM  
Blogger Ari Eldjárn said...

LOL!

2:33 PM  
Blogger Ari Eldjárn said...

Verst að Skipperinn var rifinn fyrir nokkrum árum, þið neyðist til að fara bara beint niður á höfn.

Við Sveinbjörn verðum hinsvegar engu betur settir er við reynum að troða okkur inn á Mokka, sem þá verður búið að breyta í "Club Mokka," Hip-Hop búllu í anda Priksins.

Röðin verður löng og enginn VIP forgangur fyrir miðaldra skarfa, ekki síst ef þeir eru skeggjaðir.

3:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að þú sért að eldast. þú ert alltaf jafn unglengur elskan :)

3:47 PM  
Blogger Magnús said...

Í BNA fyrir 2 árum var ég alltaf spurður um skilríki við áfengiskaup (já kaninn er skrítinn, ég er ekki svona unglegur ennþá). Ég að sjálfsögðu dró upp gamla ökuskírteinið frá því ég var 18 ára með glotti og eftir að hafa bent þeim á hvar fæðingadagurinn var að finna varð svipurinn enn skrítnari enda byrjar kennitalan á 2004.. Alltaf fékk ég samt að kaupa mitt áfengi þrátt fyrir eldgamalt og óskiljanlegt skírteini :)

9:11 AM  
Blogger Ari Eldjárn said...

Ég kann nú betur við: ,,Jóel Pálsson Íslands."

5:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

Looking for information and found it at this great site... » »

6:24 AM  
Anonymous Anonymous said...

Very cool design! Useful information. Go on! chrysler jeep business cards visa business and interchange and credit card Recommended products skin care hydra Tramadol cor 127 Importance of agility in football http://www.blackjack9.info/oregon_furniture_store.html Microsoft project training seminars Most economical group air fares breast california implant monterey

7:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

Excellent, love it! »

6:37 AM  

Post a Comment

<< Home