Ariel D. Járn delerar og fabúlerar

Tuesday, September 05, 2006

Örninn er lentur


Þá hef ég lokið ferli mínum sem flugþjónn og var seinasta flugið eftirminnilegt; leiguflug til Mallorca.

Þegar ég sá flugið á skránni minni varð mér hugsað til sjöunda áratugsins þegar Loftleiðir flugu með fulla íslendinga til og frá sólarlöndum. Þá var öldin önnur: allir með gjaldeyri í tösku, drukkið stíft fram og til baka, keðjureykt aftast í vélinni og ekkert mál að labba fram í flugstjórnarklefa til að eiga orð við flugmennina.

Flugið mitt var hins vegar ósköp venjulegt eins og við var að búast; rólegir og þægilegir farþegar, engin ölvun, ekkert reykt og flugstjórnarklefinn að sjálfsögðu harðlæstur.

Nema eitt: vélin var ekki merkt Icelandair heldur Loftleiðum.

Leiguflugin eru nefnilega gerð út í nafni gamla félagsins þannig að öfugt við allar kempurnar sem ég hef flogið með þessi tvö sumur get ég sagst hafa byrjað ferilinn hjá Icelandair og endað hann hjá Loftleiðum.

Geri aðrir betur.

P.S. Ég varð 25 ára í dag.

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sveikstu undan skatti og tókstu með þér allt tryggingaféð, apakötturinn þinn ;)

4:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til lykke, du! Með bæði. En ég man eftir því þegar ég var krakki og var að fljúga einn milli Íslands og Danmerkur, þá fékk ég oft að fara fremst og sjá hvernig flugstjórnar klefinn leit út. Stundum settu þeir meira að segja kesketið á drenginn. Já, það var í den!

6:46 PM  
Blogger Ásgeir Pétur said...

Til hamingju að vera kominn á hálffimmtugsaldurinn.

5:08 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með starfslok og samhryggist með öldrunina. It's all downhill from here!

4:24 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með áfangana báða. Þú fetar í fótspor margumfrægra manna með því að fara til Spánar drengur, en koma heim maður (ég lít á 25 árin sem mörk ungmenna og menna).

10:13 AM  
Blogger hs said...

hæ hæ til hamingju með afmælið um daginn , flottast að vera femmogtyve ;)

bestu kveðjur frá okkur
hulda sif
&
aggi

10:15 AM  
Anonymous Anonymous said...

og til hamingju með Skaupið.

6:55 AM  
Anonymous Anonymous said...

Já, til hamingju með þetta allt, þó sérstaklega að hafa lifað öll þessi flug af, ég lærði grunninn í því að fljúga flugvél í bókinni Wors Case Screnario Survival Guide, just in case...
Annars mæli mér með The Game... uss... þessi Strauss... sá hefur lifað!

3:04 PM  

Post a Comment

<< Home