Gleðifréttir!

Fékk nýlega að vita að ég hef staðist allt í London Film School og er kominn með MA gráðu í handritsskrifum. Stórskemmtileg tíðindi og ég fer út í desember til að klæða mig í skikkju og setja á mig skrýtinn hatt.
Eitt vandamál hefur hins vegar verið óleyst í marga mánuði; höfundarrétturinn á handritunum sem við skrifuðum í skólanum. Skólinn hefur dregið lappirnar hvað þetta varðar allar götur síðan ég hóf nám í fyrra og þegar útlitið var verst var skólastjórinn farinn að ýja að því að við gætum keypt hann aftur!!!
Í dag var hinsvegar staðfest að það er fyrir bí; allir nemendur fá að eiga höfundarréttinn sinn, enda væri annað frekar skrýtið.
Þetta þýðir að handritið mitt sem ég skrifaði í vetur er loksins MÍN EIGN og ég get haldið áfram að skrifa það laus við allar áhyggjur um að ég muni seinna þurfa að leysa það úr gíslingu með prósentum á ógerðri kvikmynd sem mun örugglega ekki koma til með að skila hagnaði hvort eð er.
Free at last!
P.S. Ég er ekki að kvarta.
10 Comments:
Yo dude, ertu búinn að sækja um stöðu við HÍ, þar sem þú ert kominn með MA. Eða væri kannski líklegra að fá stöðu við LHÍ? Hmmmmmmm.... Kannski ættirðu bara að sækja um ráðherra stöðu.... Já, ég held að það sé skynsamlegast.
Til hamingju.
Maður gerir lítið annað en að óska þér til hamingju þessa dagana. Þú er vonandi hamingjusamur.
hamingju með meistarann
Hambó
já til hamingju! heimur þjóðar!
til hamingju með þetta .
go ari !
huldasif og aggi
Til hamingju með þetta. Vonandi að þú massir eins og eina mynd eða stuttmynd fljótlega.
Það er satt sem siggi segir, þú þyrftir eiginlega að bomba hérna inn einhverjum slæmum fréttum líka, eitthvað í sambandi við hlaupabóluna eða peningavandræði, eða að þér finnist eitthvað vera leiðinlegt... verðbólguþorskurinn?
En þar fyrir utan; Til hamingju.
vissulega til hamingju, vissulega. Með afmæli og gráður og allt tilheyrandi. Minna væri það nú...
Eftir að hafa lesið allar þessar hamingjuóskir hér að framan er mér farið að finnast hálf klisjukennt að óska þér til hamingju. En verð nú að segja eitthvað, þetta er nú svo frábært hjá þér. Til ánægju, gleði, frama og frægðar!
Post a Comment
<< Home