Ariel D. Járn delerar og fabúlerar

Monday, October 30, 2006

Er nauðsynlegt að skjóta þá?

Magnað hvað ég á erfitt með að fella mig við báða hópana sem takast á yfir hvalveiðunum.

Það má eiginlega segja að ég sé orðinn langreiður út af þessu öllu saman.

P.S. Ég er að springa úr hlátri núna. Virkilega að springa.

9 Comments:

Anonymous Anonymous said...

ahahahahahhahhahaha!!! :D:D þú ert svo sannarlega sonur föður þíns :D

8:49 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta er ekki rétt, ég hef aldrei orðið langreiður, hinsvegar hef ég stundum orðið steypireiður í skamman tíma.
Svo er ég þekktur fyrir að hlæja aldrei að eigin fyndni.

Faðir ykkar

9:11 AM  
Blogger Ari Eldjárn said...

Það að hlæja aldrei að eigin fyndni, er það ekki bara að vera montinn afturábak?

Sonur þinn.

9:13 AM  
Anonymous Anonymous said...

Uss... Og ég hélt að mín fjölskylda væri fyndin. Við eigum langt í land.

4:57 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta þykir mér gaman og ákveðinn Léttir. En já, þessi umræða öll er algert hvalræði. Þvílík Hnísa.
(Æ, æ... ég þarf aðeins að vinna í þessu.)

11:11 AM  
Blogger Ari Eldjárn said...

Þarft innlegg og gott. Núna þurfum við bara nokkra fimmaura í viðbót og þá eigum við fyrir kókflösku.

12:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það er greinilegt að menn eru haldnir miklum hvalalosta hér.

6:14 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég verð að segja að undirskriftin "faðir ykkar" er með þeim betri sem ég hef séð á bloggsíðu.

2:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég get ekki beðið eftir Skaupinu ef þetta er það sem koma skal.

3:14 PM  

Post a Comment

<< Home