Ariel D. Járn delerar og fabúlerar

Monday, July 17, 2006

"Virkjum Jóa 2006"

...er loksins hafið. Hlaupið var frá Smiðjustíg út í Laugartanga og til baka. Ekkert Boot Camp en mjór er mikils vísir og allur sá jazz...

Fyrir þá sem vilja styrkja málefnið: hægt að leggja fram 100 krónur með því að senda SMS í 1454 og skrifa: AFRAM JOI!

Wednesday, July 12, 2006

Zidane ekki söguna meir

,,Þú getur fjarlægt manninn úr gettóinu en þú getur ekki fjarlægt gettóið úr manninum" sagði Thierry Henry um félaga sinn Zinedine Zidane um daginn. Við Jóhann Alfreð urðum heldur betur hissa þegar atburðir skáldsögunnar okkar sem minnst er á í færslunni hér að neðan urðu að veruleika í úrslitaleik HM á sunnudaginn.

Því set ég þennan póst nú inn til að benda á að efnistök bókarinnar líkja ekki eftir raunveruleikanum heldur öfugt ef eitthvað er.

Wednesday, July 05, 2006

Bók í smíðum

Við félagarnir Jóhann Alfreð höfum hafist handa við að skrifa nóvellu sem fjallar um ungan dreng frá Bólivíu sem brýst úr fátækt til mikilla metorða hjá fótboltafélagi á Spáni.

En spurningin er hvort hann geti flúið erfiðan bakgrunn sinn?

Kápan er tilbúin, svo skrifar þetta sig sjálft.

Alltaf í boltanum

Horfði á England - Portúgal á laugardaginn. Hjartað sló Englandsmegin og var ég ákaflega skúffaður þegar þeir töpuðu vítaspyrnukeppninni eftir að hafa barist hetjulega, margmeiddir og manni færri. Mikið er ég feginn að vera ekki í Englandi núna.

Við Arnaldur vorum svo miður okkur að við fórum niður í Hljómskálagarðinn eftir leikinn og spörkuðum í bolta. Ég klæddist að sjálfsögðu treyju Indriða Sigurðssonar, átrúnaðargoðs míns, og hljóp eins og ég ætti lífið að leysa.

Myndin er tekin eftir æsispennandi 7 mínútur.