Ariel D. Járn delerar og fabúlerar

Sunday, January 07, 2007

Tvöþúsundogsjö

Þá er 2007 orðið að veruleika. Mér finnst magnað að það sé liðinn áratugur frá 1997.

Þetta ár byrjaði ég í menntaskóla og fór að læra á bíl. Ætli það sé ekki svona það helsta sem gerðist, fyrir utan það að það voru einhverjar hræringar í þjóðfélaginu. Ég man það ekki, ég var of upptekinn við að hlusta á fyrstu smáskífu Quarashi.

Áratugur. Árafokkingtugur. Ég ætla að fara að halda dagbók.

Var hjá Arnaldi að ræða við Grím frænda í gær. Hann talaði um að maður ritskoðaði alltaf allt sem maður segði og skrifaði. Hversu ritskoðuð eru þá bloggin? Og hvað er þau? Persónuleg skrif sem allir mega samt skoða?

Hljómar svolítið eins og flassari sem er samt alltaf í fötum.