Gleðifréttir!

Fékk nýlega að vita að ég hef staðist allt í London Film School og er kominn með MA gráðu í handritsskrifum. Stórskemmtileg tíðindi og ég fer út í desember til að klæða mig í skikkju og setja á mig skrýtinn hatt.
Eitt vandamál hefur hins vegar verið óleyst í marga mánuði; höfundarrétturinn á handritunum sem við skrifuðum í skólanum. Skólinn hefur dregið lappirnar hvað þetta varðar allar götur síðan ég hóf nám í fyrra og þegar útlitið var verst var skólastjórinn farinn að ýja að því að við gætum keypt hann aftur!!!
Í dag var hinsvegar staðfest að það er fyrir bí; allir nemendur fá að eiga höfundarréttinn sinn, enda væri annað frekar skrýtið.
Þetta þýðir að handritið mitt sem ég skrifaði í vetur er loksins MÍN EIGN og ég get haldið áfram að skrifa það laus við allar áhyggjur um að ég muni seinna þurfa að leysa það úr gíslingu með prósentum á ógerðri kvikmynd sem mun örugglega ekki koma til með að skila hagnaði hvort eð er.
Free at last!
P.S. Ég er ekki að kvarta.